07 September 2008

Og þá er að halda áfram með smjörið...

...búin að fara í búðina, kaupa inn og ætla mér að hefja eldamennsku vikunnar... eftir smá stund.

Ég fór á tímastjórnunarnámskeið á fimmtudaginn og mæli ég með því. Fannst það alveg kjörið þar sem mikið er í gangi þessa dagana og verkefnum á eftir að fjölga eftir því sem líður á haustið. Því er gott að vera með allt á hreinu og hafa skipulagið gott. Það er nefnilega alveg ótrúlega mikill tími sem fer bara í vitleysu án þess að maður geri sér grein fyrir því. Allur tíminn sem fer t.d. í fjölmiðla er svakalegur. Um leið og ég fór að pæla í þessu gerði ég mér grein fyrir því að flest alla daga les ég DV og Moggann í vinnunni og Fréttablaðið og 24 Stundir þegar ég kem heim!! Haldið að það sé normal? Til hvers er maður að þessu? Kannanir hafa sýnt að um 80% frétta í fjölmiðlum eru neikvæðar og langflest af þessu nýtist manni ekki neitt í lífinu. Því ætla ég að halda mig við Fréttablaðið þessa vikuna og láta það duga, maður verður nú að fá að lesa e-ð yfir morgunmatnum;)

Af fitnesslífinu er það að frétta að nú er 5. vikan runnin upp. úúffff þetta líður alltof hratt! Fæ stundum svona kvíðakast yfir því hvort ég nái þessu, hvort ég verði tilbúin 15. nóv. En það þýðir ekkert að efast um sjálfan sig í svona keppni, það er bara að halda áfram og vera þolinmóður. Annað hvort er maður í þessu 100% eða ekki. Annars gengur þetta mjög vel, mataræðið er bara good, good og æfingarnar eru svona lala... mættu vera skilvirkari hjá mér, neita því ekki. Ég ætla að taka vel á því þessa vikuna og halda áfram að bæta mig í armbeygjunum og fitnessgreipinu.